Almennar fréttir

18. nóvember 2009

Öryggið í fyrirrúmi

Eins og kunnugt er sjá ÍAV um byggingu álversins í Helguvík en um þessar mundir starfa um 35 starfsmenn á framkvæmdasvæðinu. Miklar öryggiskröfur eru gerðar á vinnusvæðinu og sækja allir starfsmenn sem vinna við verkið öryggisnámskeið áður en þeir hefja störf.

Með þessu fyrirkomulagi hefur náðst frábær árangur í öryggismálum á svæðinu  og þess má geta að í vor var þeim  merka áfanga náð að unnar höfðu verið 100.000 vinnustundir án fjarveruslyss en það jafngildir 54 ársstörfum. ÍAV eru mjög stoltir af því að vera þátttakandi í slíku starfi en þessum góða árangri má fyrst og fremst þakka samstilltu átaki allra stjórnenda ÍAV á verkinu í samvinnu við verkkaupann Norðurál.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn