Almennar fréttir

31. október 2012

Úrslit í Boxinu

Síðastliðin laugardag fór fram framkvæmdakeppni framhaldskólanna, BOXIÐ 2012, í Háskólanum í Reykjavík. Keppnin var sett á til að vekja athygli framhaldskólanema á tækni og framkvæmdum. Alls höfðu 14 lið skráð sig til keppni og að undangenginni forkeppni, kepptu 8 lið til úrslita á BOXINU en í hverju liði eru 5 einstaklingar. Þau lið sem kepptu til úrslita voru: Versló, Menntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn í Reykjavík, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn við Sund, Iðnskólinn í Hafnarfirði, Fjölbrautarskóli Suðurnesja og Tækniskólinn.

Alls tóku 7 fyrirtæki þátt í keppninni að þessu sinni og var það verkefni fyrirtækjanna að undirbúa þraut sem liðin áttu að leysa. Liðin höfðu 30 mínútur til að leysa hverja þraut fyrir sig og voru gefin stig eftir árangri í hverri þraut.

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn