Lið MS stolt ef brúnni enda hélt hún 100kg!
Þrautin sem við lögðum fyrir liðin var að byggja átti brú milli tveggja punkta. Á milli þeirra var 1.8m og til þess höfðu liðin 6 krossviðarplötur sem hver um sig var 1,2 x 0,3m að stærð og 12 trélista 25x25mm og 1,2m á lengd. Gefin voru svo stig fyrir tíma og burðargetu brúarinnar og var hámarksstig gefið fyrir 100kg burðargetu. Stóðust allar brýrnar burðargetuna upp á 100kg og var burðargeta sumra þeirra mun meiri en okkar viðmið.
Flottasta brúin að mati dómara ÍAV - lið VMA
Án vafa sterkasta brúin - lið Tækniskólans.
Sigurvegari BOXINS 2012 var lið Menntaskólans í Reykjavík, lið Versló varð í öðru sæti og lið Tækniskólans í því þriðja. Voru skipuleggjendur og þátttakendur sammála um að keppnin hafi tekist með afbrigðum vel og fengum við mörg jákvæð ummæli fyrir skemmtilega braut, bæði frá keppendum og þeim sem á horfðu.
Síðastliðin laugardag fór fram framkvæmdakeppni framhaldskólanna, BOXIÐ 2012, í Háskólanum í Reykjavík. Keppnin var sett á til að vekja athygli framhaldskólanema á tækni og framkvæmdum. Alls höfðu 14 lið skráð sig til keppni og að undangenginni forkeppni, kepptu 8 lið til úrslita á BOXINU en í hverju liði eru 5 einstaklingar. Þau lið sem kepptu til úrslita voru: Versló, Menntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn í Reykjavík, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn við Sund, Iðnskólinn í Hafnarfirði, Fjölbrautarskóli Suðurnesja og Tækniskólinn.
Alls tóku 7 fyrirtæki þátt í keppninni að þessu sinni og var það verkefni fyrirtækjanna að undirbúa þraut sem liðin áttu að leysa. Liðin höfðu 30 mínútur til að leysa hverja þraut fyrir sig og voru gefin stig eftir árangri í hverri þraut.
ÍAV er stofnaðili Römpum upp Reykjavík sem var hrundið af stað í gær 11.mars 2021. Markmiðið að koma fyrir 100 römpum í Reykjavík fyrir fólk á hjólastólum, eins fljótt og auðið er.