Almennar fréttir

18. október 2007

Úrslit í nafnasamkeppni Háskólatorgs

Tilkynnt hefur verið um niðurstöðu samkeppni um nöfn á þremur byggingum sem nú rísa á svæði Háskóla Íslands: Háskólatorgi I sem kemur til með að hýsa m.a. þjónustustofnanir við nemendur, Háskólatorgi II, sem mun að mestu hýsa skrifstofur deilda, vinnurými kennara og nemenda og rannsóknastofnanir, og loks byggingarhluta sem tengir saman Háskólatorg I og II.

Öllum starfsmönnum og nemendum Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands, auk starfsmanna Félagsstofnunar stúdenta, bauðst að taka þátt í nafnasamkeppninni. Alls bárust yfir 3000 innsendingar og meira en 1600 mismunandi tillögur að heitum. Niðurstöður samkeppninnar voru kynntar við hátíðalega athöfn í nýbyggingunum

  • Háskólatorg I hlýtur nafnið Háskólatorg, en alls lögðu 15 þátttakendur það nafn til og var Gunnar Páll Baldvinsson dreginn úr þeim hópi.
  • Háskólatorg II fær nafnið Gimli, sem minnir á tengsl við Vestur-Íslendinga sem stofnuðu Háskólasjóð Eimskips, og var Ásdís Magnúsdóttir dregin úr hópi þeirra þriggja sem lögðu það nafn til.
  • Tengingin milli hins nýja Háskólatorgs og Gimli mun bera heitið Tröð, var það uppástunga 10 þátttakenda en Óskar Einarsson hlaut vinninginn.


Hinar nýju byggingar, Háskólatorg, Gimli og Tröð, eru samtals um 8.500 fermetrar og verða þær vígðar 1. desember n.k. 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt var um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teimið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Fréttasafn