Almennar fréttir

24. júní 2011

Það er víðar kalt en á Íslandi

Í gær, fimmtudag, gekk yfir verkstað okkar í Snekkestad þrumuský með umtalsverðu hagléli og síðan rigningu. Veðrið tafði þó ekki vinnu við undirbúningsframkvæmdir enda er enginn verri þó hann vökni.

Vinna við undirbúningsframkvæmdir gengur vel en nú er unnið að fyllingum undir vinnubúðir ásamt því að gera veg að aðkomugöngum. Reiknað er með að hluti vinnubúða verði kominn á svæðið innan 2ja vikna en þá mun borun eftir vatni verða lokið. Vinnubúðir og stór hluti annars búnaðar til jarðgangagerðarinnar, mun verða sendur sjóleiðis frá Íslandi.

 

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn