Almennar fréttir

02. september 2009

Þakbitar settir á aðalsal Tónlistarhússins

Þessa dagana er verið að hífa stóru stálbitana sem bera munu upp þak yfir aðalsal Tónlistar- og ráðstefnuhússins. Undirbúningur við samsetningu bitanna hófst fyrir nokkru en neðri hluti hvers bita er soðinn saman úr 3 – 4 hlutum hver og er plötuþykkt allt að 50 mm.

Að endingu eru allir hlutar hvers stálbita boltaðir saman en alls eru stálbitarnir ellefu. Stærsti bitinn er 36 metrar á lengd og 6,8 metrar á hæð og vegur fullsamsettur 35.4 tonn. Í bitana ellefu eru notuð 7 tonn af boltum og 23 tonn af tengiplötum.

Þrír stórir kranar sjá svo til þess að koma þeim á réttan stað. Tveir kranar ferja bitana frá samsetningarstað að 300 tonna krana sem sér um sjálfa hífingu stálbitanna upp á bygginguna. Alls koma 9 starfsmenn og 3 kranamenn með beinum hætti að hífingu bitanna.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn