Almennar fréttir

26. apríl 2004

Þjónustuhús við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði

ÍAV hafa hafið sölu á þjónustuhúsum við Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, (HNLFÍ) í Hveragerði. Um er að ræða sérlega glæsileg raðhús, tveggja og þriggja herbergja, frá 86 til 111 fermetra hönnuð af Hróbjarti Hróbjartssyni arkitekt hjá VA arkitektum. Kaupendur eiga kost á að njóta margvíslegrar þjónustu Heilsustofnunar og því er um nýjung að ræða hér á landi.

Við kaup á þjónustuíbúð ÍAV gerast kaupendur aðilar að samningi við HNLFÍ þar sem þeir fá aðgang að viðamikilli þjónustu stofnunarinnar gegn greiðslu mánaðarlegs grunngjalds.

Íbúðirnar verður afhentar fullbúnar án gólfefna að undanskyldum forstofu- og þvottahúsgólfa, auk baðherbergja sem verða flísalögð í hólf og gólf. Raðhúsin verða klædd að hluta með litaðri báruálklæðningu og að hluta með sléttri álklæðningu. Við anddyri er klætt með viðarklæðningu. Húsin verða því viðhaldslítil. Kaupendur hafa val um maghony- eða eikarspón á innréttingum en einnig er möguleiki á öðrum viðartegundum. Í fyrsta áfanga verða reist 8 hús í tveimur lengjum. Fyrri lengjan verður afhent 15. október og sú síðari 19. nóvember á þessu ári.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn