Almennar fréttir

13. febrúar 2007

2. áfangi 101 Skuggi

ÍAV og 101 Skuggahverfi hafa undirritað samstarfssamning um byggingaframkvæmdir við annan áfanga Skuggahverfis og hófust framkvæmdir um miðjan desember 2006.

Á byggingareitnum rísa fimm íbúðarhús með 97 íbúðum. Byggingarsvæðið afmarkast af Skúlagötu, Frakkastíg, Lindargötu og Vatnsstíg. Hæsta byggingin mun standa við Vatnsstíg og verður 63 metrar eða 19 hæðir. Þá munu tvær lægri byggingar standa við sömu götu, sem verða annars vegar átta hæða og hins vegar þriggja hæða. Við Lindargötu verða síðan tvær byggingar, önnur þriggja hæða en hin 11 hæða.

Húsasamstæðurnar verða tengdar saman neðanjarðar með bílageymslum á þremur hæðum. Samtals verða rúmlega 250 bílastæði í öðrum og þriðja áfanga. Verklok samkvæmt samningi eru í lok október 2008.

Verkefnastjórar eru Guðmundur Karl Marinósson og Heiðar Ásgeirsson, byggingastjóri er Oddur H. Oddsson.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn