Almennar fréttir

29. júlí 2017

201 Smári, staða verkframkvæmda

Hafnar eru framkvæmdir við fyrsta áfanga verkefnisins 201 Smári sem mun rýsa á svæðinu fyrir sunnan Smáralind. Um er að ræða nýja íbúabyggð með um 620 íbúðir á 10 reitum. Skrifað var undir verksamning við ÍAV 29.4.2017 vegna fyrsta áfanga verksins og þann 14.7.2017 var skrifað undir annan áfanga verksins. ÍAV mun sjá um stýriverktöku í verkinu.

Búið er að koma upp aðstöðu verktaka og er uppsetning á byggingarkrönum fyrir fyrsta áfanga verksins lokið. Hafinn er vinna við uppsteypu við sökkla fyrir fyrsta hús svæðisins.

Fyrsti áfangi verksins er fullnaðar frágangur á fyrstu byggingu svæðisins en í henni eru 3 stigagangar og samtals 57 íbúðir ásamt bílakjallara. Einnig er hafin jarðvinna við annan áfanga verksins en þar munu rísa 2 blokkir með samtals 76 íbúðum ásamt bílakjallara.
Heildar stærð fyrstu tveggja áfanganna er 13.900 m² auk 92 bílastæða í bílakjöllurum.

Reiknað er með að uppbyggingu hverfisins verði lokið síðla árs 2021.

Verkkaupi er Smárabyggð ehf. 

Twitter Facebook
Til baka

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar
10. maí 2023

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar

Starfsfólk Landsbankans hefur nú hafið flutninga í nýjar höfuðstöðvar. Íslenskir aðalverktakar hafa unnið að verkinu síðustu ár með frábærum samstarfsaðilum. Skrifstofurnar setja ný viðmið á Íslandi þegar kemur að sjálfbærni og nútímalegri vinnuaðstöðu.

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Fréttasafn