Almennar fréttir

29. júlí 2017

201 Smári, staða verkframkvæmda

Hafnar eru framkvæmdir við fyrsta áfanga verkefnisins 201 Smári sem mun rýsa á svæðinu fyrir sunnan Smáralind. Um er að ræða nýja íbúabyggð með um 620 íbúðir á 10 reitum. Skrifað var undir verksamning við ÍAV 29.4.2017 vegna fyrsta áfanga verksins og þann 14.7.2017 var skrifað undir annan áfanga verksins. ÍAV mun sjá um stýriverktöku í verkinu.

Búið er að koma upp aðstöðu verktaka og er uppsetning á byggingarkrönum fyrir fyrsta áfanga verksins lokið. Hafinn er vinna við uppsteypu við sökkla fyrir fyrsta hús svæðisins.

Fyrsti áfangi verksins er fullnaðar frágangur á fyrstu byggingu svæðisins en í henni eru 3 stigagangar og samtals 57 íbúðir ásamt bílakjallara. Einnig er hafin jarðvinna við annan áfanga verksins en þar munu rísa 2 blokkir með samtals 76 íbúðum ásamt bílakjallara.
Heildar stærð fyrstu tveggja áfanganna er 13.900 m² auk 92 bílastæða í bílakjöllurum.

Reiknað er með að uppbyggingu hverfisins verði lokið síðla árs 2021.

Verkkaupi er Smárabyggð ehf. 

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn