Almennar fréttir

29. júlí 2017

201 Smári, staða verkframkvæmda

Hafnar eru framkvæmdir við fyrsta áfanga verkefnisins 201 Smári sem mun rýsa á svæðinu fyrir sunnan Smáralind. Um er að ræða nýja íbúabyggð með um 620 íbúðir á 10 reitum. Skrifað var undir verksamning við ÍAV 29.4.2017 vegna fyrsta áfanga verksins og þann 14.7.2017 var skrifað undir annan áfanga verksins. ÍAV mun sjá um stýriverktöku í verkinu.

Búið er að koma upp aðstöðu verktaka og er uppsetning á byggingarkrönum fyrir fyrsta áfanga verksins lokið. Hafinn er vinna við uppsteypu við sökkla fyrir fyrsta hús svæðisins.

Fyrsti áfangi verksins er fullnaðar frágangur á fyrstu byggingu svæðisins en í henni eru 3 stigagangar og samtals 57 íbúðir ásamt bílakjallara. Einnig er hafin jarðvinna við annan áfanga verksins en þar munu rísa 2 blokkir með samtals 76 íbúðum ásamt bílakjallara.
Heildar stærð fyrstu tveggja áfanganna er 13.900 m² auk 92 bílastæða í bílakjöllurum.

Reiknað er með að uppbyggingu hverfisins verði lokið síðla árs 2021.

Verkkaupi er Smárabyggð ehf. 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn