Fréttir

Síðasta botnplatan steypt
18. júní 2007

Síðasta botnplatan steypt

Þann sextánda júní var síðasta neðri botnplatan steypt í Tónlistar- og ráðstefnuhúsið. Í hana fóru tæplega 1.300 rúmmetrar af steypu.


Hornsteinn lagður að Háskólatorgi
17. júní 2007

Hornsteinn lagður að Háskólatorgi

Á 96 ára afmæli Háskóla Íslands, þann 17. Júní, var hornsteinn lagður að Háskólatorgi við hátíðlega athöfn. Háskólatorg mun gjörbreyta möguleikum Háskóla Íslands til að veita stúdentum sínum góða þjónustu

Vinna við Háskólatorg gengur vel
08. júní 2007

Vinna við Háskólatorg gengur vel

Uppsteypu er lokið og verið er að reisa stálvirki. Unnið er við grófjöfnun lóðar og í júlí/ágúst verður byrjað á lokafrágangi hennar

Frystigeymsla á Höfn í Hornafirði
16. maí 2007

Frystigeymsla á Höfn í Hornafirði

Í október 2006 hófu starsfmenn ÍAV byggingu frystigeymslu og tengibyggingar fyrir Skinney Þinganes á Höfn í Hornafirði. Frystigeymslan er um 1.300 fermetrar og tengibyggingin um 600 fermetra og eru staðsett á athafnasvæði Skinneyjar Þinganess á Höfn í Hornafirði.

Gullengi 4 komið í sölu
09. maí 2007

Gullengi 4 komið í sölu

Nýverið voru íbúðir í húsi númer 4 við Gullengi settar í sölu. Húsið er þriggja hæða fjölbýlishús, með þremur íbúðum á hæð.

Hveragerði - opið hús á sumardaginn fyrsta
20. apríl 2007

Hveragerði - opið hús á sumardaginn fyrsta

Þann 19. apríl – á sumardaginn fyrsta, var söludeild ÍAV með opið hús að Lækjarbrún 20 í Hveragerði. Íbúðunum sem eru 2ja og 3ja herbergja frá 86 – 99 fm verður skilað fullbúnum með parketi á gólfum og flísalögðum gólfum á baðherbergi, þvottaherbergi og forstofu.

Tónlistarhúsið – Stærsti steypudagur Íslandssögunnar
19. apríl 2007

Tónlistarhúsið – Stærsti steypudagur Íslandssögunnar

Ein stærsta steypa Íslandssögunnar hófst eldsnemma að morgni sumardagsins fyrsta, þegar steypubílar BM – Vallár byrjuðu að losa fyrstu rúmmetrana af steypu í grunn tónlistar- og ráðstefnuhússins við austurhöfnina í Reykjavík.

ÍAV sjá um innanhúsfrágang á Borgartúni 26
13. apríl 2007

ÍAV sjá um innanhúsfrágang á Borgartúni 26

Undirritaður hefur verið samningur milli ÍAV og Þyrpingar þess efnis að ÍAV sjái um frágang á skrifstofu- og verslunarhúsnæði í eigu Þyrpingar sem stendur við Borgartún 26. Verkið nær til alls efnis, flutninga og vinnu sem þarf til að ljúka verkefninu að fullu ásamt rekstri vinnustaðarins og allri stjórnun á byggingastað.

Bygging þjónustustöðvar Esso við Hringbraut
13. mars 2007

Bygging þjónustustöðvar Esso við Hringbraut

Nýverið undirrituðu ÍAV og Olíufélagið Esso samning um byggingu nýrrar þjónustustöðvar Esso við Hringbraut í Reykjavík. Stöðin verður um 500 fermetrar að stærð og mun hún verða með svipuðu sniði og stöðvarnar við Háholt í Mosfellsbæ, Borgartún og Kringlumýrarbraut sem ÍAV byggðu. ÍAV sjá um framkvæmdina sem er hafin. Gert er ráð fyrir að stöðin opni í janúar 2007.