Fréttir

ÍAV og VÍS í samstarf um öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismál
22. febrúar 2007

ÍAV og VÍS í samstarf um öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismál

Mánudaginn 12. febrúar s.l. undirrituðu stjórnendur ÍAV og VÍS viljayfirlýsingu um samstarf í öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismálum (ÖHU). Tilgangur þessa verkefnis er fækkun slysa og tjóna hjá ÍAV. Gert er ráð fyrir að verkefnið standi í fjóra mánuði.


2. áfangi 101 Skuggi
13. febrúar 2007

2. áfangi 101 Skuggi

Á byggingareitnum rísa fimm íbúðarhús með 97 íbúðum. Byggingarsvæðið afmarkast af Skúlagötu, Frakkastíg, Lindargötu og Vatnsstíg. Hæsta byggingin mun standa við Vatnsstíg og verður 63 metrar eða 19 hæðir. Þá munu tvær lægri byggingar standa við sömu götu, sem verða annars vegar átta hæða og hins vegar þriggja hæða. Við Lindargötu verða síðan tvær byggingar, önnur þriggja hæða en hin 11 hæða.

Lágafellsskóli
13. febrúar 2007

Lágafellsskóli

Í desember 2006 hófu starfsmenn ÍAV byggingu 3. áfanga Lágafellsskóla í Mosfellsbæ. Viðbyggingin er að hluta til á tveimur hæðum, um 1400 fermetrar að gólffleti og er norðaustur af núverandi byggingu, sem byggð var af ÍAV árið 2001. Verkkaupi er Mosfellsbær.

Fyrstu steypunni rennt í mót Tónlistar- og ráðstefnuhússins
12. janúar 2007

Fyrstu steypunni rennt í mót Tónlistar- og ráðstefnuhússins

Tímamót urðu í undirbúningi byggingar Tónlistar- og ráðstefnuhússins við Austurhöfn í Reykjavík þann 12. janúar 2007, þegar fyrstu steypunni var rennt í mót í grunni hússins við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni. Ísleifur Sveinsson byggingastjóri ÍAV stýrði verkinu og fékk sér til halds og trausts Björgólf Guðmundsson, stjórnarformaður Eignarhaldsfélagsins Portus, Stefán Þórarinsson, formaður verkefnastjórnar, borgarstjóra Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra og Sturlu Böðvarsson, samgönguráðherra.

Byggingaframkvæmdir við Lágafellsskóla
14. desember 2006

Byggingaframkvæmdir við Lágafellsskóla

Á vegum ÍAV eru hafnar byggingaframkvæmdir við þriðja áfanga Lágafellsskóla í Mosfellsbæ. Viðbyggingin verður í norðaustur af skólabyggingunni sem byggð var af ÍAV árið 2001. Það einkennir skólann að húsið er bogið með rúma 400 metra í radíus. Gólfflatarmál þessa áfanga er um 1.400 fermetrar. Húsið er að hluta á tveimur hæðum, hluti hússins er með aukinni lofthæð í kennslurými, sem mun hýsa listasmiðju og heilsdagsskóla. Tvöföld lofthæð er í aðalgangi skólans sem liggur eftir honum endilöngum.

ÍAV sjá um byggingaframkvæmdir í Skugganum
11. desember 2006

ÍAV sjá um byggingaframkvæmdir í Skugganum

ÍAV og 101 Skuggahverfi hafa undirritað samstarfssamning um byggingaframkvæmdir við annan áfanga Skuggahverfis. Á byggingareitnum rísa fimm íbúðarhús með 97 íbúðum. Framkvæmdir eru þegar hafnar. Áhugasamir kaupendur geta skráð sig á heimasíðu 101 Skuggahverfis, www.101skuggi.is.

Íbúðir í Sóltúni 14-18 afhentar
04. desember 2006

Íbúðir í Sóltúni 14-18 afhentar

Íbúðir í Sóltúni 14-18 voru afhentar kaupendum 1. desember 2006. Framkvæmdir hófust í ágúst 2005 en í stigagöngunum þremur eru 32 íbúðir. Mikið er lagt í íbúðirnar þar sem áhersla er lögð á þægindi og glæsilega hönnun. Húsin eru fjögra, fimm, og sjö hæða lyftuhús. Burðarkerfi þess er staðsteypt. Steyptir útveggir eru einangraðir og klæddir að utan með álklæðningu. Gólfplötur eru með sérstakri hljóðeinangrun. Bygging og sala íbúða við Sóltún 8-12 gengur vel en þar eru í smíðum 33 sambærilegar íbúðir sem afhentar verða kaupendum í lok nóvember 2007.

Feneyjartvíæringurinn
30. október 2006

Feneyjartvíæringurinn

Eins og nafnið gefur til kynna eru Feneyjar undirlagðar í byrjun hausts annaðhvert ár af La biennale di Venezia eða Feneyjartvíæringnum þar sem listir ráða ríkjum og allt hið nýja í heimi lista-og menningar víðsvegar um heiminn er kynnt. Upphaf tvíæringsins má rekja aftur til 1895 og er hann staðsettur á svæði sem kallast Giardini di Castello eða kastalagarðarnir.

12. september 2006

Starfsmenn ÍAV kenna framkvæmdafræði í HÍ

Verkfræðideild Háskóla Íslands, ÍAV og VSÓ hafa gert samstarfssamning um kennslu í verklegum framkvæmdum. Í samningnum felst að starfsmenn ÍAV og VSÓ munu sinna kennslu í námskeiðunum Framkvæmdafræði 1 og 2. Framkvæmdafræði 1 er námskeið á þriðja námsári í BS námi í umhverfis- og byggingarverkfræði en Framkvæmdafræði 2 er kennt á meistarastigi.