Fréttir

Heilög Barbara heiðruð í Noregi
07. desember 2012

Heilög Barbara heiðruð í Noregi

Jarðgangamenn í Snekkestað í Noregi héldu hátíð þann 4. desember en sá dagur er tileinkaður heilagri Barböru sem er verndardýrlingur námumanna. Starfsmenn Snekkestaðarverkefnisins eru margir hverjir kaþólskir og þótti við hæfi að sameina hátíðarhöld tengd Barböru við jólahátíðina.


Harpan hlýtur viðurkenningu fyrir Lofsvert lagnaverk
29. nóvember 2012

Harpan hlýtur viðurkenningu fyrir Lofsvert lagnaverk

Allt frá árinu 1990 hefur Lagnafélag Íslands veitt viðurkenningar fyrir lagnaverk í nýbyggingu á Íslandi. Tilgangur viðurkenninganna er að efla gæðavitund meðal þeirra aðila sem starfa á þessum vettvangi, efla þróun í lagnamálum með bættum vinnubrögðum, vali á lagnaleiðum og lagnaefnum.

Frystigeymsla HB Granda
02. nóvember 2012

Frystigeymsla HB Granda

Í dag 2. nóvember 2012 skrifaði ÍAV undir samning við HB Granda um að byggja 3.800 m² frystigeymslu. Frystigeymslan verður staðsett á athafnasvæði HB Granda á Norðurgarði, beint á móti Hörpu.

Boxið - úrslitakeppni
31. október 2012

Boxið - úrslitakeppni

ÍAV tekur nú þátt í Boxinu sem er framkvæmdakeppni framhaldsskólanna. Laugardaginn 3. nóvember fer fram úrslitakeppnin í Háskólanum í Reykjavík. Markmið með keppninni er að að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði og gera verkviti hátt undir höfði.

Úrslit í Boxinu
31. október 2012

Úrslit í Boxinu

Síðastliðin laugardag fór fram framkvæmdakeppni framhaldskólanna, BOXIÐ 2012, í Háskólanum í Reykjavík. Keppnin var sett á til að vekja athygli framhaldskólanema á tækni og framkvæmdum. Alls höfðu 14 lið skráð sig til keppni og að undangenginni forkeppni, kepptu 8 lið til úrslita á BOXINU en í hverju liði eru 5 einstaklingar.

Opið „hús“ í Snekkestad
22. október 2012

Opið „hús“ í Snekkestad

Á laugardaginn bauðst gestum og gangandi að skoða inn í jarðgöngin í Snekkestad í Noregi. Fjöldi manns mætti á svæðið og á tímabili stóð fólk í biðröð eftir að komast að í útsýnisferð. Gestum var ekið inn í göngin í litlum rútum og á meðan sögðu starfsmenn verkkaupa og verktaka frá verkinu og því sem fyrir augu bar.

Starfsmenn ÍAV til Bhutan
16. október 2012

Starfsmenn ÍAV til Bhutan

Í morgun héldu 5 starfsmenn ÍAV til konungríkisins Bhutan sem staðsett er norðaustur af Indlandi. Ferðalagið er langt og strangt og tekur um tvo sólahringa áður en áfangastaðnum er náð en hann er nánar tiltekið við þorpið Trongsa. Þetta er í annað sinn sem ÍAV sendir starfsmenn sína til dvalar í Bhutan en í sumar fóru þrír smiðir á vegum ÍAV til tveggja mánaða dvalar í landinu. Nú sendir ÍAV fjóra húsasmiði og einn verkefnastjóra til að aðstoða við að koma upp vinnubúðum á svæðinu.

Til hamingju með nýjar snjóflóðavarnir!
18. september 2012

Til hamingju með nýjar snjóflóðavarnir!

Ósafl hefur nú lokið vinnu við gerð snjóflóðavarna í Bolungarvík. Áfram mun þó verða haldið með uppgræðslu gróðurs í görðunum og frekari snyrtingu umhverfis varnargarðana. Formleg vígsla þeirra er áformuð á næsta ári.

Hrólfsskálamelur 2-8
10. september 2012

Hrólfsskálamelur 2-8

Nýverið lauk vinnu við 22 íbúðir á Hrólfsskálamel. Verkefni ÍAV fólst í að fullklára íbúðirnar áður en innréttingar voru settar upp. Vinna við fjölbýlishúsið hafði legið niðri frá 2009 áður en hafist var handa að nýju í ágúst 2011.

Búðarháls
10. september 2012

Búðarháls

Nú er unnið hörðum höndum við að koma fyrir tveimur þrýstivatnspípum sem þjóna munu Búðarhálsvirkjun. Verkefnið sem ÍAV hefur umsjón með, felur í sér hönnun, smíði, uppsetningu, sandblástur, málun og uppsetningu rennslismæla á tveimur þrýstivatnspípum fyrir Búðarhálsvirkjun.