Fréttir

ÍAV á stórsýningunni, Austurland 2004
10. júní 2004

ÍAV á stórsýningunni, Austurland 2004

Fimmtudaginn 10. júní klukkan 17:00 opnuðu Íslenskir aðalverktakar bás á stórsýningunni Austurland 2004. Um 128 einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir kynna starfsemi sína í tæplega 100 sýningarbásum. Sýningarsvæðið er samtals um 2000 fermetrar.


ÍAV byggir grunnskóla í Garðabæ
03. júní 2004

ÍAV byggir grunnskóla í Garðabæ

Undirritaður hefur verið samningur um að ÍAV byggi Sjálandsskóla, nýjan grunnskóla fyrir Sjálands- og Grundarhverfi í Garðabæ. Verkið felst í uppsteypu og frágangi að utan og innan á fyrsta áfanga skólans sem verður tæplega 4.000 fermetrar að grunnfleti. Skólinn verður að meginhluta á tveimur hæðum.

ÍAV reisir leikskóla við Skógarlönd, Austur - Héraði
27. maí 2004

ÍAV reisir leikskóla við Skógarlönd, Austur - Héraði

Þann 27. maí 2004 var undirritaður samningur milli Austur-Héraðs og Íslenskra aðalverktaka um byggingu nýs leikskóla á Egilsstöðum. Í kjölfarið var fyrsta skóflustungan tekin með aðstoð leikskólabarna á Austur-Héraði.

Verslunarmiðstöð á Egilsstöðum opnuð
08. maí 2004

Verslunarmiðstöð á Egilsstöðum opnuð

Laugardaginn 8. maí var ný og glæsileg verslunarmiðstöð opnuð við Miðvang 13 á Egilsstöðum. ÍAV hófu byggingu hússins, sem er 1.800 fermetra stálgrindarhús í október sl. Um 20 manns unnu við verkið að jafnaði en byggingartíminn var mjög stuttur og gekk verkið mjög vel í alla staði.

Fyrsta skóflustungan að stækkun álvers við Grundartanga
07. maí 2004

Fyrsta skóflustungan að stækkun álvers við Grundartanga

Fyrsta skóflustungan var tekin í dag að væntanlegri stækkun álvers Norðuráls við Grundartanga úr 90 í 180 þúsund tonna framleiðslugetu. Samningar við ÍAV, á grundvelli útboðs, um jarðvegsframkvæmdir eru á lokastigi. Áætlað er að framkvæmdir hefjist strax eftir næstkomandi helgi.

Þjónustuhús við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði
26. apríl 2004

Þjónustuhús við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði

ÍAV hafa hafið sölu á þjónustuhúsum við Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, (HNLFÍ) í Hveragerði. Um er að ræða sérlega glæsileg raðhús, tveggja og þriggja herbergja, frá 86 til 111 fermetra hönnuð af Hróbjarti Hróbjartssyni arkitekt hjá VA arkitektum.

Íbúðabyggingar á Austurlandi
08. apríl 2004

Íbúðabyggingar á Austurlandi

Fyrrihluta árs 2004 hófu ÍAV uppbyggingu íbúða á Austurlandi. Alls hafa ÍAV fengið úthlutað lóð undir 151 íbúð í Bakkagerði í Reyðarfirði. Í Bakkagerði verða samkvæmt gildandi skipulagi 55 einbýlishús, 44 íbúðir í rað- og parhúsum og 52 íbúðir í fjölbýlishúsum. Fjölbýlishúsin verða lágreist, 2-3 hæðir með 5 til 16 íbúðum.

ÍAV og Þyrping í samstarf um uppbyggingu á Bílanaustsreitnum
17. mars 2004

ÍAV og Þyrping í samstarf um uppbyggingu á Bílanaustsreitnum

ÍAV og Þyrping hafa gert með sér samstarfssamning í tengslum við kaup Þyrpingar á Bílanaustsreitnum svokallaða við Borgartún 26. Samstarfið felur í sér að ÍAV mun byggja fyrir Þyrpingu u.þ.b. 9.000 fermetra skrifstofu- og þjónustuhúsnæði á lóðinni en auk þess er gert ráð fyrir að ÍAV byggi og selji íbúðarhúsnæði sem einnig er gert ráð fyrir á reitnum.

Jarðvinnuverkefni í Reykjanesbæ
14. mars 2004

Jarðvinnuverkefni í Reykjanesbæ

Stefán Friðfinnsson, forstjóri ÍAV, og Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, skrifuðu þann 14. mars undir samning um verk sem felst í að sprengja út og fjarlægja klöpp á lóð fyrirhugaðrar stálpípuverksmiðju á hafnarsvæðinu í Helguvík og nota í sjóvarnargarða, en ÍAV voru lægstbjóðendur í verkið.

Umfangsmikil uppbygging hafin
11. mars 2004

Umfangsmikil uppbygging hafin

ÍAV hefja mikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Austurlandi Miðvikudaginn 10. mars var hafist handa við byggingu á einbýlishúsi við Vallargerði 17 á Reyðarfirði á vegum ÍAV. Húsið er það fyrsta sem mun rísa á Austurlandi á vegum fyrirtækisins. Samið var við Bragasyni ehf í Fjarðabyggð um að grafa grunninn.