Fréttir


Sumarlokun í námum ÍAV
08. júlí 2014

Sumarlokun í námum ÍAV

Vegna sumarleyfa munu malarnámur ÍAV í Lambafelli, Stapafelli og Rauðamel vera lokaðar á tímabilinu 28. júlí til og með 08. ágúst 2014.

Stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar
24. júní 2014

Stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar

ÍAV hefur hafið framkvæmdir við stækkun Flugstöðvar leifs Eiríkssonar. ÍAV sér um jarðvegsframkvæmdir, reisingu burðarvirkis, utanhússfrágang auk uppsetningar á lyftum og rúllustigum.

Samruni fyrirtækja og einföldun á skipulagi.
07. júní 2014

Samruni fyrirtækja og einföldun á skipulagi.

Þann 1.júlí n.k. munu eftirfarandi breytingar verða á rekstrarfyrirkomulagi ÍAV samstæðunnar. Íslenskir aðalverktakar hf. (ÍAV hf.) kt.660169-2379 taka yfir ÍAV námur ehf. Kt. 610302-2110 og verða félögin sameinuð undir ÍAV hf. Allar skuldbindingar ÍAV náma ehf. flytjast að fullu til ÍAV hf. og þar með talið allir starfsmenn og allar útistandandi viðskiptakröfur og viðskiptaskuldir. Öll viðskiptakjör viðskiptavina ÍAV náma ehf. flytjast óbreytt yfir til ÍAV hf. Forstjóri ÍAV hf. er Karl Þráinsson.

Fréttir af Arnarhvoli
27. maí 2014

Fréttir af Arnarhvoli

Í vetur hefur ÍAV unnið við endurbætur á Arnarhvoli og gamla Hæstarétti, skipt hefur verið um alla glugga, gert við steypu og múrskemmdir, járn fjarlægt af þaki og asfaltdúkur lagður í staðinn. Nú er verið að endursteina húsið. Framkvæmdir hafa gengið vel og er áætlað að ljúka verkinu í lok júní.

Fangelsið Hólmsheiði
12. maí 2014

Fangelsið Hólmsheiði

Vinna við fangelsið gengur vel. Um 70% af uppslætti sökkla er lokið og byrjað er að fylli inn í grunn byggingarinnar. Einangrun sökkla er langt kominn og vinna við frárennslislagnir innann sökkuls eru að hefjast.

Fræðslustjóri að láni til ÍAV
07. maí 2014

Fræðslustjóri að láni til ÍAV

Nýlega var undirritaður samningur um Fræðslustjóra að láni við Íslenska aðalverktaka með aðstoð fræðslusjóðanna Starfsafls, Landsmenntar, SVS (Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks), Rafiðnaðarskólans og IÐUNNAR. Það er Attentus ráðgjöf ehf. sem mun annast ráðgjöfina fyrir sjóðina.