Fréttir

ÍAV afhendir Pennanum hf. lyklana að nýju húsnæði
16. júní 2008

ÍAV afhendir Pennanum hf. lyklana að nýju húsnæði

Þann 13.júní síðastliðinn var Ingþóri Ásgeirssyni framkvæmdastjóra verslunarsviðs Pennans og Guðríði Sigurðardóttur starfsmannastjóra Pennans afhentir lyklar að 1.500 fermetra framtíðarskrifstofuhúsnæði Pennans á annarri hæð í nýju skrifstofubyggingunni í Glæsibæ.


Nýtt lager -og skrifstofuhúsnæði fyrir Ölgerðina hf.
11. júní 2008

Nýtt lager -og skrifstofuhúsnæði fyrir Ölgerðina hf.

ÍAV byggir nýtt lager og skrifstofuhúsnæði fyrir ölgerðina á lóð þeirra að Grjóthálsi 7-11. Húsnæðið, sem byggt verður við gömlu byggingu ölgerð Egils Skallagrímssonar, verður rúmlega 12.500 fermetrar að stærð á fjórum hæðum auk kjallara, verður reist við vesturenda hússins sem fyrir er. Húsið skiptist í lager á fyrstu hæð, skrifstofur á annarri, þriðju og fjórðu hæð og tæknirými. Húsnæðið mun verða notað undir starfsemi Ölgerðarinnar og Danól en þau fyrirtæki sameinast nú um áramótin. Framkvæmdir hófust í byrjun árs 2008 og verður húsinu skilað tilbúnu til notkunar, með skrifstofubúnaði og hillukerfum í mars 2009.

ÍAV endurnýjar raflagnakerfi Keflavíkurflugvallar
09. júní 2008

ÍAV endurnýjar raflagnakerfi Keflavíkurflugvallar

Þann 6.júní síðastliðinn tók Hitaveita Suðurnesja fyrstu skóflustunguna fyrir endurnýjun raflagnakerfis Keflavíkurflugvallar, en verkið mun vera í höndum ÍAV, en breyta þarf raflagnakerfinu á svæðinu svo þau uppfylli íslensk lög, eigi síður en 1.október 2010.

ÍAV byggja kerskála í Helguvík
06. júní 2008

ÍAV byggja kerskála í Helguvík

Verður fyrsta álverið í heiminum sem eingöngu er knúið jarðvarmaorku <br><br> Norðurál og Íslenskir aðalverktakar (ÍAV) undirrituðu í dag samninga um byggingu kerskála fyrir álver Norðuráls í Helguvík. Um leið var fyrsta skóflustungan að kerskála tekin formlega að viðstöddu fjölmenni. Undirbúningsframkvæmdir á lóð fyrirtækisins eru hafnar og byggingarframkvæmdir við kerskála hefjast á þessu ári.

Snjóflóðavarnir í Bolungarvík
26. maí 2008

Snjóflóðavarnir í Bolungarvík

Bæjarráð Bolungarvíkur hefur samþykkt að tilboði Ósafls í snjóflóðavarnir í Bolungarvík verði tekið en fyrirtækið var lægstbjóðandi í verkið. Tilboðið hljóðar upp á 566.781.402 krónur og er 77.93% af kostnaðaráætlun verksins. Ósafl er fyrirtæki í eigu Íslenskra aðalverktaka og Marti Contractors og var stofnað um gerð Bolungarvíkurganga.

ÍAV í hópi fyrirmyndafyrirtækja VR
19. maí 2008

ÍAV í hópi fyrirmyndafyrirtækja VR

Nú liggja niðurstöður fyrir í stærstu vinnumarkaðskönnun á Íslandi. ÍAV voru í 10. sæti í hópi stærri fyrirtækja, þar sem starfa 50 eða fleiri starfsmenn. ÍAV voru síðast á lista hjá VR árið 2002 og voru þá í 88. sæti og hafa því hækkað verulega. Til að komast á listann þarf svarhlutfalið að vera 35%.

Góður gangur í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu
13. maí 2008

Góður gangur í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu

Framkvæmdir við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið hafa gengið vel að undanförnu. Í apríl voru framleiddir um 5.400 m2 af mótum, 2.000 m2 af trapizuplötum, 1.400 m3 af steypu, 250 tonn af steypustyrktarstáli og um 150 tonn af byggingarstáli. Uppsteypa á 2. hæð hússins er langt komin en á þeirri hæð byrja þrír megin salir hússins.

Framkvæmdir við íbúðir á Hrólfsskálamel hafnar
09. apríl 2008

Framkvæmdir við íbúðir á Hrólfsskálamel hafnar

Framkvæmdir vegna íbúða á Hrólfsskálamel á Seltjarnarnesi hefjast um mánaðarmótin apríl/maí, gert er ráð fyrir að fyrsta byggingin af þremur verði tilbúin haustið 2008. Alls verða um 80 íbúðir í byggingunum en 26 íbúðir eru í fyrsta húsinu og er gert ráð fyrir að framkvæmdirnar taki tvö til þrjú ár.