Fréttir

Ný frystigeymsla HB Granda
03. júní 2013

Ný frystigeymsla HB Granda

HB Grandi tók nýja frystigeymslu í notkun í dag. Frystigeymslan er 3.800 m² að stærð og skiptist í 2.600 m² frystigeymslu og 1.200 m² flokkunarstöð. Alls er hægt að geyma um sex þúsund tonn af frystum fiskafurðum í geymslunni.


Við byggðum Hörpu
11. maí 2013

Við byggðum Hörpu

Bókin "Við byggðum Hörpu" kom út í dag. Um er að ræða um 250 blaðsíðna bók sem ritnefnd ÍAV hefur unnið að, með hléum og öðrum verkum, í um tvö ár. Ritnefndina skipuðu þeir Guðmundur Hólmsteinsson forstöðumaður tölvudeildar sem annaðist myndvinnslu og umbrot bókarinnar, Sigurður Ragnarsson framkvæmdastjóri Austurhafnarverkefnisins og Ríkharður Kristjánsson hönnunarstjóri Austurhafnarverkefnisins.

ÍAV og Marti undirrita tímamótasamning í Noregi
30. apríl 2013

ÍAV og Marti undirrita tímamótasamning í Noregi

Í dag var undirritaður tímamóta samningur, á milli ÍAV og Marti annarsvegar og norsku Vegargerðarinnar (Statens Vegvesen) hinsvegar, um framkvæmd Solbakk jarðganganna. Solbakk jarðgöngin munu liggja undir sjó rétt við Stavanger, eins og áður hefur verið greint frá. Fullbúin verða þau lengstu neðansjávar jarðgöng, fyrir bílaumferð, í heiminum.

Hús íslenskra fræða - jarðvinna
30. apríl 2013

Hús íslenskra fræða - jarðvinna

Grunnur að Húsi Íslenskra fræða er hefðbundið jarðvinnuverk þ.e. uppúrtekt, sprengingar og fyllingar. Að auki er borað fyrir lögnum úr grunni sem liggja undir Suðurgötu og meðfram Háskóla Íslands.

Harpa hlutskörpust í arkitektasamkeppni Evrópu
29. apríl 2013

Harpa hlutskörpust í arkitektasamkeppni Evrópu

Í dag var tilkynnt að Harpa hefði orðið hlutskörpust í arkitektasamkeppni Evrópu og hljóta arkitektar og hönnuðir hennar þar með Mies van der Rohe verðlaunin sem veitt eru fyrir nútíma arkitektúr. Verðlaunin hafa verið veitt undanfarin 25 ár en hin virta Mies van der Rohe stofnun í Barcelona vinnur náið með dómnefnd að útnefningu til verðlaunanna.

Tilboði ÍAV og Marti tekið í Solbakk jarðgöngin
16. apríl 2013

Tilboði ÍAV og Marti tekið í Solbakk jarðgöngin

Vegagerð Noregs (Statens vegvesen) hefur staðfest að sameiginlegu tilboði ÍAV og Marti, í Solbakk jarðgöngin verði tekið. Samkvæmt norskum reglum hefst kærufrestur frá og með deginum í dag en aðrir bjóðendur í verkið hafa frest fram til 28. apríl til að mótmæla ákvörðun Vegagerðarinnar.

Stækkun á Skarfabakka
22. mars 2013

Stækkun á Skarfabakka

Vinna við stækkun hafnarinnar á Skarfabakka er enn í fullum gangi en verkið hófst í apríl á síðasta ári. Verkkaupi er Faxaflóahafnir og felst vinnan í framlengingu á núverandi höfn á Skarfabakka til að hægt sé að leggja tveimur skemmtiferðaskipum í einu að höfninni.

Hús íslenskra fræða – undirritun samnings
13. mars 2013

Hús íslenskra fræða – undirritun samnings

Síðastliðin mánudag var undirritaður samningur á milli ÍAV annarsvegar og Mennta og menningarmálaráðuneytisins og Háskóla Íslands, hinsvegar. Tilboð ÍAV í þessum fyrsta áfanga þ.e. jarðvinnuútboðinu hljóðaði upp á rúmar 98 milljónir króna.

Búðarhálsvirkjun - þrýstipípur
05. mars 2013

Búðarhálsvirkjun - þrýstipípur

Nú hefur verið lokið við að setja niður þrýstipípur í Búðarhálsvirkjun. Pípurnar tvær eru um 110 metra langar og vega þær samtals 550 tonn en þvermál hvorrar pípu er 5,8 metrar.