Fréttir

ÍAV hlutskarpast í alútboð Háskólatorgs
18. október 2005

ÍAV hlutskarpast í alútboð Háskólatorgs

Tillaga frá ÍAV og samstarfsaðilum í alútboði Háskólatorgs hefur verið valin hlutskörpust. Háskólatorgi er ætlaður staður sunnan við Aðalbyggingu Háskóla Íslands á tveimur lóðum er báðar liggja að Alexandersstíg. Tillagan gerir ráð fyrir að Háskólatorgið sé í tveimur sjálfstæðum en samtengdum byggingum. Þessar ólíku byggingar tengjast Háskólasvæðinu á látlausan en áhrifamikinn hátt.


Leikskóli við Skógarlönd
17. október 2005

Leikskóli við Skógarlönd

ÍAV lauk við byggingu á nýjum leikskóla við Skógarlönd, Austur-Héraði á þessu ári. Um er að ræða fjögurra deilda leikskóla sem verður samtals um 880 fermetrar.

Stækkun Grand Hótels Reykjavík hafin
26. september 2005

Stækkun Grand Hótels Reykjavík hafin

Vinna við byggingu 14 hæða viðbyggingar við Grand hótel Reykjavík er hafin. Byggingin samanstendur af kjallara, 12 fullum hæðum, inndreginni hæð og hæð sem skilur húsin í tvær einingar. Gert er ráð fyrir nýjum aðalinnangi, gestamóttöku sem tengist yfirbyggðum innigarði, þjónusturýmum í kjallara og á fyrstu hæð, hótelherbergjum á 1. til 13. hæð og tæknirýmum á efstu hæð.

Portus Group með vænlegasta tilboðið í tónlistarhús
22. september 2005

Portus Group með vænlegasta tilboðið í tónlistarhús

Portus Group, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka hf., Landsafls hf., og Nýsis hf., er með vænlegasta tilboðið í hönnun, byggingu og rekstur tónlistarhúss, ráðstefnumiðstöðvar og hótels (TRH) við Austurhöfnina í Reykjavík samkvæmt niðurstöðu matsnefndar og sérfræðinga Austurhafnar-TR sem tilkynnt var í Þjóðmenningarhúsinu við hátíðlega athöfn.

Sala hafin í Ásakór
09. september 2005

Sala hafin í Ásakór

Hafnar eru framkvæmdir og sala íbúða í Ásakór 2-4 í Kópavogi.Húsið er glæsilega hannað 3ja hæða lyftuhús, með 18 íbúðum. Íbúðirnar eru 3ja og 4ra herbergja frá 96-120 fermetrar að stærð.Sér inngangur er í hverja íbúð.Hverri íbúð fylgir eitt bílastæði í bílageymslu.Íbúðunum er skilað fullbúnum án gólfefna með flísalögðum baðherbergis- og þvottahúsgólfum.

Sundlaug á Eskifirði
10. ágúst 2005

Sundlaug á Eskifirði

ÍAV hófu framkvæmdir við byggingu sundlaugar á Eskifirði í byrjun júní. Um er að ræða 25 metra útisundlaug, rennibrautarlaug, vaðlaug, tvo heita potta og aðalbyggingu.

Smáraflöt Akranesi
20. júlí 2005

Smáraflöt Akranesi

Unnið er að byggingu 12 íbúða fjölbýlishúss við Smáraflöt 3. Í dag er verið að reisa 2 önnur fjölbýli og búið er að byggja raðhús við sömu götu.

Stækkun Kringlunnar
13. júní 2005

Stækkun Kringlunnar

ÍAV og Fasteignafélagið Stoðir hafa samið um að ÍAV stækki Kringluna til suðurs. Kringlan verður stækkuð um rúmlega 1.500 fermetra á tveimur hæðum. Vinna við stækkunina hefst í október og er áætlað að henni ljúki næsta vor.

Bygging sundlaugar á Eskifirði
29. apríl 2005

Bygging sundlaugar á Eskifirði

Nýverið undirrituðu ÍAV og Eignarhaldsfélagið Fasteign hf samning um byggingu nýrrar sundlaugar á Eskifirði. Um er að ræða 25 metra útisundlaug, rennibrautarlaug, vaðlaug, tvo heita potta og aðalbyggingu. Aðalbyggingin verður tæplega 540 fm, að stærð, auk gufu og kjallara, samtals rúmlega 1.100 fm. Samningsupphæð nam 328 mkr. Verkið mun hefjast fljótlega og eru verklok áætluð í mars 2006.