
Suðurlandsvegur - skrifað undir samning
Vegagerðin og Íslenskir aðalverktakar hf. skrifuðu þann 11.desember 2018 undir samning um gerð fyrsta áfanga við breikkun Hringvegar á milli Hveragerðis og Selfoss. ÍAV hf. átti lægsta tilboðið í verkið og hljóðaði það upp á 1.361 milljón króna. Verkinu skal lokið næsta haust eða 15. september.