
Verkstaða á Móavegi 2-12
Í framhaldi af undirritun verksamnings um uppbyggingu á almennum leiguíbúðum á Móavegi 2-12 fyrir Bjarg íbúðafélag hses. þann 16. febrúar síðastliðinn, er undirbúningi framkvæmdar á verkstað lokið.
Í framhaldi af undirritun verksamnings um uppbyggingu á almennum leiguíbúðum á Móavegi 2-12 fyrir Bjarg íbúðafélag hses. þann 16. febrúar síðastliðinn, er undirbúningi framkvæmdar á verkstað lokið.
Eins og er hefur verið samið um tvo reiti, A01 og A02, á svæðinu sem hefur hlotið heitið 201 Smári. Svæðið skiptist í 10 minni undirsvæði sem hvert um sig mun hýsa íbúðarhúsnæði sem munu að heild búa yfir rúmlega 650 íbúðum.
Miðvikudaginn 23. maí var tekin fyrsta skóflustunga fyrir fyrsta húsinu á Kirkjusandsreitnum, þar með hófust verklegar framkvæmdir við uppbyggingu íbúðablokkar með 77 íbúðum, ásamt bílakjallara sem verður samtengdur öðrum bílakjöllurum á reitnum.
Nú er lokið um 85% af öllum framkvæmdum við stækkun Búrfells virkjunar. Lokið er við alla vatnsvegi. Aðkomuskurður var lokið í lok apríl og við fráveituskurð var lokið við í byrjun maí.
Harpa fær enn einu sinni viðurkenningu fyrir heillandi hönnun og sérstaklega fyrir síbreytilegt útlit glerhjúpsins með sinni litadýrð.
Bjarg íbúðafélag hses. sem er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB og ÍAV undirrituðu þann 16. mars 2018 verksamning sem felur í sér að ÍAV byggi og afhendi samtals 155 almennar leiguíbúðir í sjö 3-4 hæða byggingum með sameiginlegum bílakjallara fyrir fast heildarverð.
Þann 15. janúar næstkomandi gefst landsmönnum einstakt tækifæri til að skoða gervitungl á Háskólatorgi en um er að ræða hátæknitungl sem notað er við að mynda jörðina úr mikilli hæð. Tunglið kemur fyrir tilstuðlan starfsmanns ÍAV, Ara Jóhannessonar sem þjónustar jarðstöð Planet Labs fyrir hönd ÍAV. Jarðstöðin er staðsett á Ásbrú í Reykjanesbæ.
ÍAV hefur skilað af sér öðrum áfanga af flughermabyggingu fyrir Icelandair í Hafnarfirði. Grafa þurfti fyrir og koma upp steyptum sökklum og botnplötu ásamt tilheyrandi jarðvinnu, bergfestum, innsteyptum boltum, grunnlögnum og öðru sem þurfti til.
Stækkun Búrfellsvirkjunar samanstendur af greftri á aðkomuskurði, tveim lóðréttum göngum, neðanjarðar stöðvarhúsi, aðkomugöngum að því, frárennslisgöngum og frárennslisskurði. Um áramót var búið að ljúka um 80 % af verkinu, þ.a.m. öllum neðanjarðar greftri.
Nýlega var undirritaður samningur milli ÍAV annars vegar og 105 Miðborgar og Íslandssjóða hins vegar, um uppbyggingu á Kirkjusandi í Reykjavík. Verkið felst i byggingu bílakjallara, um 140 íbúða auk þjónustu- og skrifstofubyggingar. Alls um 34.000 m2.