
Harpa
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Austurhöfn hefur hlotið nafnið Harpa. Þetta var opinberað við hátíðlega athöfn í húsinu í dag. Tíu ára gömul stúlka, Harpa Karen Antonsdóttir gaf húsinu nafnið. Efnt var til samkeppni um nafn á húsið og bárust þúsundir tillaga en þó nokkrir höfðu stungið upp á þessu nafni.