Almennar fréttir

09. febrúar 2011

Afhending glerhjúps Hörpu

Glerhjúpur Hörpu var formlega afhentur verkkaupa föstudaginn 2. september.

Karl Þráinsson forstjóri ÍAV og Cai Jihong stjórnarformaður Lingyun Group, sem framleiddi glerhjúpinn, afhentu Stefáni Hermannsyni framkvæmdastjóra Austurhafnar og Höskuldi Ásgeirssyni framkvæmdastjóra Portusar, eitt hornstykki sem svokallaðir QB kubbar eru byggðir úr.

Viðstaddir athöfnina voru meðal annars, sendiherra Kína á Íslandi, aðstoðarborgarstjóri Wuhan borgar í Kína ásamt sendinefnd, æðstu stjórnendur Lingyun og ÍAV ásamt fleirum sem tekið hafa þátt í verkefninu.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn