Almennar fréttir

27. mars 2012

Alþjóðleg vottun í verkefnastjórnun í hús

Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá ÍAV, hlaut nýlega alþjóðlega A stigs vottun sem verkefnastjóri, Certified Project Director.

Sigurður er fyrstur Íslendinga til að hljóta slíka vottun en hún er veitt af alþjóðlegu samtökunum (IPMA) International Program Management Association og er um að ræða hæsta stig vottunar af þessu tagi.

IPMA vottunin felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á ákveðinni hæfni og reynslu í verkefnastjórnun og hjálpar bæði einstaklingum og fyrirtækjum í alþjóðlegum verkefnum. Vottunin er staðfesting á að viðkomandi fyrirtæki notar starfsmenn til verkefnastjórnunar sem uppfylla ákveðnar hæfniskröfur. Hægt er að öðlast B,C og D vottun til verkefnastjórnunar hér á landi en A vottunin er einungis veitt erlendis.

 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn