Almennar fréttir

16. febrúar 2006

Bílastæðahús við tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð í Austurhöfn

Hafið er mat á umhverfisáhrifum vegna bílastæðahúss við fyrirhugað tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð í Austurhöfn í Reykjavík.Bílastæðahúsið verður á tveimur hæðum undir fyrirhuguðu tónlistarhúsi og ráðstefnumiðstöð og verða stæði um 1600 talsins.

Íslenskir Aðalverktakar (ÍAV) eru framkvæmdaraðili verksins en mat á umhverfisáhrifum er unnið af Hönnun hf.Drög að tillögu að matsáætlun framkvæmdarinnar eru nú til kynningar og stendur hún til föstudagsins 31. mars 2006. Öllum er frjálst að koma fram með athugasemdir og ábendingar og skulu þær berast fyrir 1. apríl til Hönnunar hf, Grensásvegi 1, 108 Reykjavík eða á netfangið axel@honnun.is.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn