Almennar fréttir

31. janúar 2006

Bláa lónið

Framkvæmdir að byggingu Bláa lónsins hófust í júlí 1998 og þeim lauk í júlí 1999. Bláa lónið þykir ein mesta náttúrufegurð landsins og er fyrirtækið mjög stollt yfir því að eiga svo stóran þátt í framkvæmdum að þessari vinsælu heilsulind. Húsið er að hluta til á tveimur hæðum. Við hönnun þess var lögð megin áhersla á samspil nútímatækni og einstæðrar náttúru en byggingin er lögð í hraunjaðar Illahrauns.

Frá bifreiðastæði gesta aðaðalinngangi hússins er gengið u.þ.b. tvöhundruð metra í hraungjá. Við tekur manngerður hraunveggur sem er leiðandi í gegnum forsal og veitingaraðstöðu, út á verönd við sjálft baðlónið og tengir húsið ósnortinni hraunbrún sem umlykur baðlónið. Úr forsal er gengið í búnings- og baðaðstöðu, veitinga- og ráðstefnusal og ferðamannaverslun. Í gegnum glervegg forsalar- og veitingaaðstöðu blasir við útsýni yfir baðsvæðið sem er um 5.000 fermetrar að stærð. Byggingin sjálf er um 2.700 fermetrar að stærð. Arkitekt að húsinu var VA Arkitektar.

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn