Almennar fréttir

31. janúar 2006

Bláa lónið

Framkvæmdir að byggingu Bláa lónsins hófust í júlí 1998 og þeim lauk í júlí 1999. Bláa lónið þykir ein mesta náttúrufegurð landsins og er fyrirtækið mjög stollt yfir því að eiga svo stóran þátt í framkvæmdum að þessari vinsælu heilsulind. Húsið er að hluta til á tveimur hæðum. Við hönnun þess var lögð megin áhersla á samspil nútímatækni og einstæðrar náttúru en byggingin er lögð í hraunjaðar Illahrauns.

Frá bifreiðastæði gesta aðaðalinngangi hússins er gengið u.þ.b. tvöhundruð metra í hraungjá. Við tekur manngerður hraunveggur sem er leiðandi í gegnum forsal og veitingaraðstöðu, út á verönd við sjálft baðlónið og tengir húsið ósnortinni hraunbrún sem umlykur baðlónið. Úr forsal er gengið í búnings- og baðaðstöðu, veitinga- og ráðstefnusal og ferðamannaverslun. Í gegnum glervegg forsalar- og veitingaaðstöðu blasir við útsýni yfir baðsvæðið sem er um 5.000 fermetrar að stærð. Byggingin sjálf er um 2.700 fermetrar að stærð. Arkitekt að húsinu var VA Arkitektar.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn