Almennar fréttir

18. mars 2011

Blaðamannafundur í Hörpu

Blaðamannafundur var haldinn í Hörpu í gær en þar sátu fyrir svörum þeir Ólafur Elíasson hönnuður glerhjúpsins, Ósbjörn Jacobsen og Peer Jeppesen aðalarkitektar hússins og Pétur J. Eiríksson stjórnarformaður Portusar.  Þeir fóru yfir þær hugmyndir sem lágu að baki Hörpunni og tilvísanir hennar í íslenska náttúru.  Voru þeir ánægðir með hvernig þær hugmyndir höfðu þróast yfir í það mannvirki sem nú er að rísa.

Á fundinum kom m.a. fram að Vladimír Ashkenazy muni verða fyrsti stjórnandinn til að stíga á svið og stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands þann 4. maí 2011.

Að sögn Péturs er aðalsalur Hörpunnar þegar uppbókaður frá opnun hússins og fram til jóla 2011.


Frá blaðamannafundi í Hörpu 29. júní 2010 - mynd S. Pálsson



Listamaðurinn Ólafur Elíasson hannaði glerhjúpinn og
sést hér við stuðlabergsgrind sem er hluti listaverksins

 

 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn