Almennar fréttir

18. mars 2011

Blaðamannafundur í Hörpu

Blaðamannafundur var haldinn í Hörpu í gær en þar sátu fyrir svörum þeir Ólafur Elíasson hönnuður glerhjúpsins, Ósbjörn Jacobsen og Peer Jeppesen aðalarkitektar hússins og Pétur J. Eiríksson stjórnarformaður Portusar.  Þeir fóru yfir þær hugmyndir sem lágu að baki Hörpunni og tilvísanir hennar í íslenska náttúru.  Voru þeir ánægðir með hvernig þær hugmyndir höfðu þróast yfir í það mannvirki sem nú er að rísa.

Á fundinum kom m.a. fram að Vladimír Ashkenazy muni verða fyrsti stjórnandinn til að stíga á svið og stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands þann 4. maí 2011.

Að sögn Péturs er aðalsalur Hörpunnar þegar uppbókaður frá opnun hússins og fram til jóla 2011.


Frá blaðamannafundi í Hörpu 29. júní 2010 - mynd S. Pálsson



Listamaðurinn Ólafur Elíasson hannaði glerhjúpinn og
sést hér við stuðlabergsgrind sem er hluti listaverksins

 

 

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn