Almennar fréttir

21. nóvember 2014

Boxið - Framkvæmdarkeppni framhaldsskólanema

Það voru átta lið úr mismunandi framhaldsskólum sem kepptu í átta þrautum frá mismunandi fyrirtækjum. Keppendurnir fóru á milli stofa til þess að leysa þrautirnar og máttu ekki vita neitt um hana fyrr en þau mættu á svæðið.

ÍAV var að sjálfsögðu með skemmtilega byggingarþraut, en hún fólst í að krakkarnir áttu að smíða byggingarkrana (á 25 mín) með ákveðnum hönnunarforsendum.

Kraninn var síðan togprófaður og stig gefin fyrir togkraftinn en einnig fyrir afgangs skrúfur og efni.

Hér má sjá nokkrar myndir frá keppninni sem teknar voru af Odd Stefán ljósmyndara.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn