Almennar fréttir

31. október 2012

Boxið - úrslitakeppni

ÍAV tekur nú þátt í Boxinu sem er framkvæmdakeppni framhaldsskólanna. Laugardaginn 3. nóvember fer fram úrslitakeppnin í Háskólanum í Reykjavík. Markmið með keppninni er að að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði og gera verkviti hátt undir höfði.

Keppnin hefur verið haldin einu sinni áður. Háskólinn í Reykjavík, Samtök Iðnaðarins og Samband íslenskra framhaldsskólanema standa að Boxinu.


Fimm nemendur eru í hverju liði en þau lið sem keppa til úrslita fengu flest stig í undankeppni sem haldin var á dögunum. Í Boxinu leysa framhaldsskólanemendur þrautir sem reyna á hugvit, verklag og samvinnu.

Keppnin stendur yfir frá kl. 10:00-16:30, en búast má við að lokaspretturinn vekji mesta spennu en hann hefst um 15:00. Þá leysa liðin síðustu þrautirnar. Um þrautabraut er að ræða með nokkrum stöðvum og fara liðin á milli og leysa eina þraut á hverjum stað.

Sem dæmi um þrautir í fyrra:

  • Að raða saman sex spjöldum þannig að til verði QR kóði sem hægt er að skanna inn í snjallsíma og fá lykilorð sem gefur aðgang að tölvuleik.
  • Að opna gosflösku með smágröfu.
  • Að hanna námskerfi til að nota í skólastarfi.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn