Almennar fréttir

31. október 2012

Boxið - úrslitakeppni

ÍAV tekur nú þátt í Boxinu sem er framkvæmdakeppni framhaldsskólanna. Laugardaginn 3. nóvember fer fram úrslitakeppnin í Háskólanum í Reykjavík. Markmið með keppninni er að að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði og gera verkviti hátt undir höfði.

Keppnin hefur verið haldin einu sinni áður. Háskólinn í Reykjavík, Samtök Iðnaðarins og Samband íslenskra framhaldsskólanema standa að Boxinu.


Fimm nemendur eru í hverju liði en þau lið sem keppa til úrslita fengu flest stig í undankeppni sem haldin var á dögunum. Í Boxinu leysa framhaldsskólanemendur þrautir sem reyna á hugvit, verklag og samvinnu.

Keppnin stendur yfir frá kl. 10:00-16:30, en búast má við að lokaspretturinn vekji mesta spennu en hann hefst um 15:00. Þá leysa liðin síðustu þrautirnar. Um þrautabraut er að ræða með nokkrum stöðvum og fara liðin á milli og leysa eina þraut á hverjum stað.

Sem dæmi um þrautir í fyrra:

  • Að raða saman sex spjöldum þannig að til verði QR kóði sem hægt er að skanna inn í snjallsíma og fá lykilorð sem gefur aðgang að tölvuleik.
  • Að opna gosflösku með smágröfu.
  • Að hanna námskerfi til að nota í skólastarfi.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn