Almennar fréttir

31. október 2012

Boxið - úrslitakeppni

ÍAV tekur nú þátt í Boxinu sem er framkvæmdakeppni framhaldsskólanna. Laugardaginn 3. nóvember fer fram úrslitakeppnin í Háskólanum í Reykjavík. Markmið með keppninni er að að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði og gera verkviti hátt undir höfði.

Keppnin hefur verið haldin einu sinni áður. Háskólinn í Reykjavík, Samtök Iðnaðarins og Samband íslenskra framhaldsskólanema standa að Boxinu.


Fimm nemendur eru í hverju liði en þau lið sem keppa til úrslita fengu flest stig í undankeppni sem haldin var á dögunum. Í Boxinu leysa framhaldsskólanemendur þrautir sem reyna á hugvit, verklag og samvinnu.

Keppnin stendur yfir frá kl. 10:00-16:30, en búast má við að lokaspretturinn vekji mesta spennu en hann hefst um 15:00. Þá leysa liðin síðustu þrautirnar. Um þrautabraut er að ræða með nokkrum stöðvum og fara liðin á milli og leysa eina þraut á hverjum stað.

Sem dæmi um þrautir í fyrra:

  • Að raða saman sex spjöldum þannig að til verði QR kóði sem hægt er að skanna inn í snjallsíma og fá lykilorð sem gefur aðgang að tölvuleik.
  • Að opna gosflösku með smágröfu.
  • Að hanna námskerfi til að nota í skólastarfi.

Twitter Facebook
Til baka

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar
10. maí 2023

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar

Starfsfólk Landsbankans hefur nú hafið flutninga í nýjar höfuðstöðvar. Íslenskir aðalverktakar hafa unnið að verkinu síðustu ár með frábærum samstarfsaðilum. Skrifstofurnar setja ný viðmið á Íslandi þegar kemur að sjálfbærni og nútímalegri vinnuaðstöðu.

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Fréttasafn