Almennar fréttir

07. janúar 2016

Breytingar hjá ÍAV

Karl Þráinsson hefur ákveðið að láta af störfum sem forstjóri Íslenskra aðalverktaka frá og með síðustu áramótum.  Karl mun áfram sitja í stjórn félagsins ásamt því að taka að sér stöðu stjórnarformanns.

Við stöðu forstjóra tekur Sigurður R Ragnarsson.

Sigurður hóf störf hjá ÍAV sumarið 2006 og tók þá við starfi framkvæmdastjóra Austurhafnarverkefnis sem fól í sér byggingu tónlistarhússins, Hörpu

Sigurður gegndi stöðu framkvæmdastjóra Tæknisviðs ÍAV 2011-2013 og tók við stöðu framkvæmdastjóra Framkvæmdasviðs 2014. Í starfinu fólst yfirumsjón með öllum framkvæmdum á vegum ÍAV sem og námarekstri.

Áður en Sigurður hóf störf hjá ÍAV vann hann hjá verkfræðistofunni Línuhönnun sem nú heitir EFLA. Þar starfaði hann nánast óslitið frá því hann kom heim úr námi árið 1991 og hafði þá m.a. gegnt þar aðstoðarframkvæmda- og framkvæmdastjórastarfi.

Sigurður lærði verkfræði í Háskóla Íslands en hélt svo til Danmerkur og tók master í burðarþols- og framkvæmdafræði frá DTU. Hann tók jafnframt B vottun verkefnisstjóra hjá Verkefnastjórnunarfélagi Íslands árið 1997 og A-vottun hjá danska verkefnisstjórnunarfélaginu 2012.

Sigurður er í sambúð með Þórdísi Kjartansdóttur lýtalækni hjá DeaMedica og á þrjú börn, Bjarka Má (1996), Margréti Evu (1999) og Þórdísi Láru (2013).

Sjá frétt um Sigurð frá 2012

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt var um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teimið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Fréttasafn