Almennar fréttir

28. apríl 2014

Breytingar hjá ÍAV

Gunnar Sverrisson forstjóri ÍAV Holding hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu. ÍAV Holding er eignarhaldsfélag sem meðal annars er móðurfélag Íslenskra aðalverktaka hf.  Gunnar mun áfram sitja í stjórn félagsins.

 

Gunnar Sverrisson: „Starfsemi ÍAV hefur breyst og þróast mikið á undanförnum árum og á þessum tímapunkti finnst mér rétt að stíga til hliðar eftir 15 ára starf hjá Íslenskum aðalverktökum og tengdum félögum. Verktakastarfsemi hefur farið í gegnum mikinn samdrátt á undanförnum árum en nú er útlit fyrir að mesti samdrátturinn sé afstaðin þó enn vanti nokkuð upp á að eðlilegt jafnvægi hafi náðst á bygginga og verktakamarkaði.”

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn