Almennar fréttir

10. september 2012

Búðarháls

Nú er unnið hörðum höndum við að koma fyrir tveimur þrýstivatnspípum sem þjóna munu Búðarhálsvirkjun.

Verkefnið sem ÍAV hefur umsjón með, felur í sér hönnun, smíði, uppsetningu, sandblástur, málun og uppsetningu rennslismæla á tveimur þrýstivatnspípum fyrir Búðarhálsvirkjun.

Þrýstivatnspípurnar eru hvor um sig 5,8 metrar í þvermál og um 50 metrar að lengd. Þykkt pípanna er 20-22 mm og í verkið mun fara um 560 tonn af stáli.  Rörin eru framleidd í 3 metra hólkum sem settir eru saman í 6 metra einingar sem fluttar eru af verksstæði á byggingarstað. Einingarnar verða alls 48 talsins og þyngd þeirra er frá 18-23 tonnum. Einingarnar eru hífðar niður af inntaksmannvirkinu og niður á sérsmíðaðan vagn sem flytur þær á sinn stað. Vagninn er líka notaður til að stilla einingarnar af áður en þær eru festar niður á innsteypta platta.

Vinna við  hönnun verksins hófst í október 2011 og smíði á pípunum byrjaði í janúar 2012. Fyrstu pípunum var komið fyrir á svæðinu í maí sl.  Verkið hefur að mestu verið unnið í undirverktöku.  Verkís sér um hönnun þrýstipípanna auk Montavars. Teknís ehf. sér um smíði og uppsetningu pípanna, Verkvík/Sandtak ehf. um sandblástur og málun þeirra að innan, eftir uppsetningu. Rittmeyer sér um smíði og uppsetningu á flæðimælum.

Gert er ráð fyrir að verklok verði í júní 2013. Fjöldi starfsmanna við verkefnið er 29 manns.

 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt var um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teimið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Fréttasafn