Almennar fréttir

05. mars 2013

Búðarhálsvirkjun - þrýstipípur

Nú hefur verið lokið við að setja niður þrýstipípur í Búðarhálsvirkjun. Pípurnar tvær eru um 110 metra langar og vega þær samtals 550 tonn en þvermál hvorrar pípu er 5,8 metrar.

Smíði á pípunum hófst í janúar 2012 en gert er ráð fyrir að vinnu við suðu ljúki fyrri hluta mars og þá tekur við málun að innanverðu sem lýkur í júní næstkomandi.

 

 

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn