Almennar fréttir

27. nóvember 2018

Búrfellsvirkjun II á lokametrum.

Framkvæmdum er að ljúka og er verkið á lokametrunum.  Jarðvinnu er að mestu lokið, verið er að vinna þar við jöfnun á tipp svæðum og frágangi á viðbótarverkum.  Allri uppsteypu er lokið. Verið er að leggja lokahönd á fullnaðarfrágang s.s. raflagni, loftræsingu og aðrar lagnir.

Gert er ráð fyrir því að vinna okkar á þessu ári ljúki í desember n.k.

Á næsta ári verða vinnubúðir fjarlægðar og loka yfirborðsfrágangur framkvæmdur. Landsvirkjun hóf framleiðslu í tilraunarframleiðslu í júní og stöðin fór í fulla notkun í september sl.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn