Almennar fréttir

07. apríl 2014

Bygging húss fyrir flughermi

Í lok mars var skrifað undir samning milli Íslenskra aðalverktaka og Iceeigna (hluti af Icelandair Group) um byggingu hús fyrir flughermi til þjálfunar fyrir flugmenn Icelandair.

Húsnæðið er á Völlunum í Hafnarfirði, nánar tiltekið á Flugvöllum. Um er að ræða 800 fermetra stálgrindar byggingu. Til þess að hægt sé að starfrækja flughermi þarf nokkra lofthæð svo flughermirinn geti hreyfst eins og til er ætlast og því er lofthæð byggingarinnar um 12 metrar. Eins þarf að sérstyrkja gólf þar sem fætur hermisins koma niður, vegna þess aðl tog og þrýstingskraftar eru miklir.

Undirbúningur framkvæmda er hafinn og ráðgert er að framkvæmdir hefjist á allra næstu dögum.

Staðsetning hússins.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn