Almennar fréttir

29. apríl 2005

Bygging sundlaugar á Eskifirði

Nýverið undirrituðu ÍAV og Eignarhaldsfélagið Fasteign hf samning um byggingu nýrrar sundlaugar á Eskifirði.Um er að ræða 25 metra útisundlaug, rennibrautarlaug, vaðlaug, tvo heita potta og aðalbyggingu.Aðalbyggingin verður tæplega 540 fm, að stærð, auk gufu og kjallara, samtals rúmlega 1.100 fm.Samningsupphæð nam 328 mkr.Verkið mun hefjast fljótlega og eru verklok áætluð í mars 2006.

Um 25 manns munu vinna við verkið að jafnaði.

Verkefnastjóri verður Guðgeir Sigurjónsson og byggingastjóri Jón Grétar Traustason.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn