Almennar fréttir

14. desember 2006

Byggingaframkvæmdir við Lágafellsskóla

Á vegum ÍAV eru hafnar byggingaframkvæmdir við þriðja áfanga Lágafellsskóla í Mosfellsbæ.Viðbyggingin verður í norðaustur af skólabyggingunni sem byggð var af ÍAV árið 2001. Það einkennir skólann að húsið er bogið með rúma 400 metra í radíus. Gólfflatarmál þessa áfanga er um 1.400 fermetrar.Húsið er að hluta á tveimur hæðum, hluti hússins er með aukinni lofthæð í kennslurými, sem mun hýsa listasmiðju og heilsdagsskóla. Tvöföld lofthæð er í aðalgangi skólans sem liggur eftir honum endilöngum.

Í verkinu felst að byggja húsið og ganga frá því að öllu leyti bæði að utan og innan með föstum innréttingum.Fullnaðarfrágangur lóðar tilheyrir einnig verkinu.Gert er ráð fyrir verkinu ljúki í lok júlí n.k. þannig að kennsla geti hafist í húsinu í ágúst.Að jafnaði munu 20-25 manns vinna við verkið.Verkefnisstjóri er Sigurður Örn Jónsson og byggingastjóri er Baldur Reynisson.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn