Almennar fréttir

14. desember 2006

Byggingaframkvæmdir við Lágafellsskóla

Á vegum ÍAV eru hafnar byggingaframkvæmdir við þriðja áfanga Lágafellsskóla í Mosfellsbæ.Viðbyggingin verður í norðaustur af skólabyggingunni sem byggð var af ÍAV árið 2001. Það einkennir skólann að húsið er bogið með rúma 400 metra í radíus. Gólfflatarmál þessa áfanga er um 1.400 fermetrar.Húsið er að hluta á tveimur hæðum, hluti hússins er með aukinni lofthæð í kennslurými, sem mun hýsa listasmiðju og heilsdagsskóla. Tvöföld lofthæð er í aðalgangi skólans sem liggur eftir honum endilöngum.

Í verkinu felst að byggja húsið og ganga frá því að öllu leyti bæði að utan og innan með föstum innréttingum.Fullnaðarfrágangur lóðar tilheyrir einnig verkinu.Gert er ráð fyrir verkinu ljúki í lok júlí n.k. þannig að kennsla geti hafist í húsinu í ágúst.Að jafnaði munu 20-25 manns vinna við verkið.Verkefnisstjóri er Sigurður Örn Jónsson og byggingastjóri er Baldur Reynisson.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn