Almennar fréttir

28. júní 2010

Eldur í Hörpunni

Eldur kom upp í Hörpunni í gær upp úr kl. 17:30. Slökkvilið brást fljótt við og tókst á skömmum tíma að ráða að niðurlögum eldsins. Talið er að rekja megi eldsupptök til þess að glóð hafi hlaupið í plastefni er verið var að rafsjóða.

Allir starfsmenn voru farnir af vinnusvæði Hörpunnar skömmu áður en eldurinn braust út og því var enginn starfsmaður í hættu. Skemmdir eru óverulegar að völdum eldsins en unnið er að því að fara yfir verkferla til að koma í veg fyrir að samskonar tilvik hendi að nýju.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn