Almennar fréttir

29. janúar 2004

Fasteignaþjónusta ÍAV

ÍAV hafa hrundið af stað fasteignaþjónustu. Fasteignafélögum, húsfélögum og öðrum stærri fasteignaeigendum s.s. opinberum aðilum er boðið að gera þjónustusamning við ÍAV og samstarfsaðila um fasteignaþjónustu. Þjónustan sem í boði er felst m.a. í aðgengi að þjónustuborði sem er opið allan sólarhringinn fyrir viðskiptavini ÍAV. Föst verðskrá á við um reglulegar og tilfallandi skoðanir fasteigna og vinnu iðnaðarmanna. Haldið er utan um verkferla og staðlaðar upplýsingar fasteigna á sérstökum vef þar sem hver verkkaupi hefur aðgang að upplýsingum um sínar eignir. Á vefnum eru allar verkbeiðnir, tíma- og kostnaðartölur auk upplýsinga um þætti sem tengjast byggingunnni s.s. teikningar, ljósmyndir, orkuskráningar, eignaskiptasamningar, byggingarlýsingar, viðhalds- og viðgerðarsaga o.fl. Þegar reynsla og þekking á viðfangsefninu fæst smám saman eftir útköll, viðgerðir og skoðunarferðir er hægt að koma fram með tillögur um sparnað og hagræðingu auk forgangsröðunar fjármagns á næstu viðhaldsáætlun. Reglulegar skýrslur verður hægt að prenta út auk reglulegra funda með fulltrúum fasteignaeigenda. Með þessum hætti verður hægt að tryggja faglega ákvarðanatöku og lækka kostnað með fyrirbyggjandi viðhaldi.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn