Almennar fréttir

26. apríl 2017

Flugbrautir styttast á meðan við malbikum

Mal­bik­un­ar­fram­kvæmd­ir standa nú yfir á Kefla­vík­ur­flug­velli og stytt­ast braut­irn­ar um tíma á meðan unnið er að því að mal­bika kross­göt­urn­ar þar sem þær mæt­ast, sem get­ur haft áhrif á hversu lang­an vegakafla vél­arn­ar þurfi til að geta hemlað séu þær full­hlaðnar.

„Þessi mal­bik­un­ar­vinna er bara eitt­hvað sem þarf að fara í á 20 ára fresti,“ seg­ir Guðni Sig­urðsson upp­lýs­inga­full­trúi. „En eins og með all­ar fram­kvæmd­ir kynn­um við þær með löng­um fyr­ir­vara og það er gert í sam­ráði við flug­fé­lög­in. Þau vita þá hvernig þjón­ust­an verður í hvaða fasa fram­kvæmd­anna.“

Guðni seg­ir tíma­bundna stytt­ingu brauta vissu­lega geta haft áhrif á heml­un­ar­vega­lengd flug­vél­anna full­hlaðinna, en að það geti einnig vind­styrk­ur og hálka á braut gert.

Vinna við mal­bik­un braut­anna hófst síðasta sum­ar þegar byrjað var að mal­bika norður- og suður­braut­ina. Byrjað var á að ljúka við þá vinnu þegar fram­kvæmd­ir hóf­ust á ný nú í vor „Í sum­ar verður aust­ur- vest­ur­braut­in síðan mal­bikuð,“ seg­ir Guðni og kveðst von­ast til að þeim fram­kvæmd­um ljúki nú í haust.

Fréttin birtist á mbl.is 26/04/2017

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn