Almennar fréttir

10. janúar 2018

Flughermahús Icelandair, 2. áfangi

ÍAV hefur skilað af sér öðrum áfanga af flughermabyggingu fyrir Icelandair í Hafnarfirði.

Grafa þurfti fyrir og koma upp steyptum sökklum og botnplötu ásamt tilheyrandi jarðvinnu, bergfestum, innsteyptum boltum, grunnlögnum og öðru sem þurfti til.

Einnig var útveguð og reist stálgrind og gengið frá ytri klæðningu með útveggjaeiningum, gluggum, hurðum, þaki með reyklúgum, áfellum og þakkanti og öðru sem þurfti til að byggingin yrði vind- og vatnsþétt. Að innan voru gólf vélslípuð með frágangsáfellum út við veggi. Allt stál var fullfrágengið,  málað og brunavarið. Að lokum voru milligólf krossviðsklædd.

Byggingin er tvískipt og mun annarsvegar hýsa flugherma og hinsvegar æfingarsal fyrir þjálfun flugliða Icelandair. Reistur var milliveggur sem skipti húsinu upp í tvo sali.

Icelandair stefnir að því að taka flugherminn í notkun sumarið 2018.

Verkefnastjóri var Þórunn Arnardóttir og byggingarstjóri Oddur H. Oddsson. Verkið var unnið fyrir Iceeignir. Eftirlit var Ferill verkfræðistofa.

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn