Almennar fréttir

07. maí 2014

Fræðslustjóri að láni til ÍAV

Nýlega var undirritaður samningur um Fræðslustjóra að láni við Íslenska aðalverktaka  með aðstoð fræðslusjóðanna Starfsafls, Landsmenntar, SVS (Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks), Rafiðnaðarskólans og IÐUNNAR. Það er Attentus  ráðgjöf ehf. sem mun annast ráðgjöfina fyrir sjóðina.

Árangurinn er símenntunaráætlun sem er bæði tíma- og markmiðasett ásamt tillögum að fræðsluaðilum sem geta verið bæði innan og utan fyrirtækis.   Sjóðir sem að verkefninu standa taka svo að sér að styrkja fræðslu samkvæmt áætluninni enda er útkoman fræðsla sem er þörf á og skilar árangri, bæði fyrir fyrirtækið og starfsmenn.

Það er sérstakt ánægjuefni að sjá svo marga sjóði koma að þessu verkefni.  IÐAN kemur með öflugan stuðning við verkefnið enda flestir starfsmenn félagsmenn í IÐUNNI.

Fræðslustjóri að láni er fyrirtækjum að kostnaðarlausu en fyrirtæki utan Samtaka atvinnulífsins greiða hluta kostnaðar.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn