Almennar fréttir

07. maí 2014

Fræðslustjóri að láni til ÍAV

Nýlega var undirritaður samningur um Fræðslustjóra að láni við Íslenska aðalverktaka  með aðstoð fræðslusjóðanna Starfsafls, Landsmenntar, SVS (Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks), Rafiðnaðarskólans og IÐUNNAR. Það er Attentus  ráðgjöf ehf. sem mun annast ráðgjöfina fyrir sjóðina.

Árangurinn er símenntunaráætlun sem er bæði tíma- og markmiðasett ásamt tillögum að fræðsluaðilum sem geta verið bæði innan og utan fyrirtækis.   Sjóðir sem að verkefninu standa taka svo að sér að styrkja fræðslu samkvæmt áætluninni enda er útkoman fræðsla sem er þörf á og skilar árangri, bæði fyrir fyrirtækið og starfsmenn.

Það er sérstakt ánægjuefni að sjá svo marga sjóði koma að þessu verkefni.  IÐAN kemur með öflugan stuðning við verkefnið enda flestir starfsmenn félagsmenn í IÐUNNI.

Fræðslustjóri að láni er fyrirtækjum að kostnaðarlausu en fyrirtæki utan Samtaka atvinnulífsins greiða hluta kostnaðar.

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn