Almennar fréttir

10. júní 2008

Framkvæmd Bolungarvíkurganga komin á fullt skrið

Verkið hófst 15. maí síðastliðinn og er megin verkefnið núna að moka burt lausum jarðvegi frá fyrirhuguðum gangamunna, en sá jarðvegur fer í vegagerð. Einnig er verið að vinna að aðstöðusköpun, setja upp vinnuskúra, tengja þá við rafmagn og vatn sem og að tengja fráveitu. Síðsumars verður farið að byrja að sprengja fyrir sjálfum göngunum.

Í dag er unnin venjuleg dagvinna en þegar verður byrjað að bora og sprengja þá verður unnin allan sólarhringinn. Starfsmenn eru í dag um 40 en verða líklegast nálægt 60 þegar mest verður.

Ósafl, dótturfyrirtæki Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) og svissneska verktakafyrirtækisins Marti Contractors, sér um gerð Bolungarvíkurganga en Vegagerðin er verkkaupinn. Marti Contractors er rúmlega 80 ára gamalt fyrirtæki með starfsemi víða um heim og um 3.000 starfsmenn. Ósafl átti lægsta tilboð í verkið og hljóðaði það upp á tæpan 3,5 miljarð króna. Verkið felst í 8,7 metra breiðum og 5,1 km löngum jarðgöngum, byggingu um 310 metra langra steinsteyptra vegskála, gerð um 3,0 km langra vega og byggingu tveggja steinsteyptra brúa yfir Hnífsdalsá og Ósá.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn