Almennar fréttir

10. júní 2008

Framkvæmd Bolungarvíkurganga komin á fullt skrið

Verkið hófst 15. maí síðastliðinn og er megin verkefnið núna að moka burt lausum jarðvegi frá fyrirhuguðum gangamunna, en sá jarðvegur fer í vegagerð. Einnig er verið að vinna að aðstöðusköpun, setja upp vinnuskúra, tengja þá við rafmagn og vatn sem og að tengja fráveitu. Síðsumars verður farið að byrja að sprengja fyrir sjálfum göngunum.

Í dag er unnin venjuleg dagvinna en þegar verður byrjað að bora og sprengja þá verður unnin allan sólarhringinn. Starfsmenn eru í dag um 40 en verða líklegast nálægt 60 þegar mest verður.

Ósafl, dótturfyrirtæki Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) og svissneska verktakafyrirtækisins Marti Contractors, sér um gerð Bolungarvíkurganga en Vegagerðin er verkkaupinn. Marti Contractors er rúmlega 80 ára gamalt fyrirtæki með starfsemi víða um heim og um 3.000 starfsmenn. Ósafl átti lægsta tilboð í verkið og hljóðaði það upp á tæpan 3,5 miljarð króna. Verkið felst í 8,7 metra breiðum og 5,1 km löngum jarðgöngum, byggingu um 310 metra langra steinsteyptra vegskála, gerð um 3,0 km langra vega og byggingu tveggja steinsteyptra brúa yfir Hnífsdalsá og Ósá.

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn