Almennar fréttir

18. nóvember 2011

Framkvæmdafréttir frá Noregi

Framkvæmdir ganga vel á Snekkestad í Noregi. Búið er að sprengja rúmalega 180 metra af aðkomugöngum en í heild verða aðkomugöngin 320 metrar. Um er að ræða fyrsta hluta verkefnisins en sjálf járnbrautargöngin eru 2 km að lengd.

Menn eru bjartsýnir fyrir framhaldið og góður andi ríkir á vinnustaðnum. Um þessar mundir er verið að undirbúa dag heilagrar Barböru. Heilög Barabara er verndardýrlingur námumanna og líkneski af henni er komið fyrir í göngunum til verndar námumönnum. Um er að ræða kaþólskan sið sem hefur fest sig í sessi í tengslum við námugröft. Heilög Barbara verndar einnig steinsmiði, jarðfræðinga, slökkviliðsmenn og múrara svo nokkrar starfsgreinar séu nefndar.

 

 

 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn