Almennar fréttir

28. ágúst 2012

Framkvæmdafréttir frá Sauðárveitu

Verkefni ÍAV við Sauðárveitur hefur gengið vel í sumar. Verkið hófst í byrjun sumars og mun standa fram í október ef veður leyfir. Framkvæmdarsvæðið er í 700-800 metra hæð yfir sjó og því er einungis hægt að vinna við framkvæmdir yfir sumarmánuðina.

Verkið, sem unnið er fyrir Landsvirkjun, felst í að grafa tvo skurði til að veita vatni, gerð stíflu og tveggja yfirfalla. Nú er unnið að fyllingum í stífluna ásamt greftri og sprengingum í efri skurðinum. Einnig er unnið í grjótnámi á svæðinu.

Á svæðinu eru 16 starfsmenn ÍAV.

 

 

 

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn