Almennar fréttir

04. apríl 2012

Framkvæmdafréttir frá Snekkestad

Framkvæmdir ganga vel hér í Noregi. Búið er að sprengja aðkomugöng að aðalgöngunum og unnið er að svokölluðum millilager fyrir efni úr aðalgöngunum. Í millilagernum þarf að sprengja um það bil 32.000 m³ og er áætlað að sú vinna verði búin í byrjun maí.

Undirbúningur við aðkomuveg við Fegstad og veg inn í aðalgöngin er hafinn og mun sú vinna verða framkvæmd í sumar. Það má eiginlega segja að sumarið sé komið hér í Noregi því veðrið hefur verið með eindæmum gott undanfarnar vikur. Hitastigið hefur verið frá 8 til 20 gráður og í heila viku var hitinn um 18 gráður.

Umsjónarmenn umhverfismála í Vestfold og Telemark Fylke heimsóttu okkur í seinasta mánuði. Þeir skoðuðu hreinsistöðina fyrir vatn frá jarðgöngunum ásamt því sem ýmis önnur umhverfismál voru rædd.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn