Almennar fréttir

08. júlí 2013

Framkvæmdir hafnar við Vaðlaheiðargöng

Fyrsta óformlega sprenging við Vaðlaheiðargöng var framkvæmd í vikunni. Eins og gefur að skilja er ávallt mikil eftirvænting í hugum þeirra sem koma að framkvæmdum sem þessari, að heyra fyrstu sprenginguna.

Á föstudaginn í næstu viku fer síðan fram formleg sprenging en þá mun ráðherra mæta á svæðið og sjá um sprenginguna.

Jarðgangaborinn sem notaður er við verkið kemur frá Finnlandi og er af Sandvik gerð. Alls vinna nú um 30 starfsmenn við verkið en verða allt að 60 þegar mest verður.Vinnubúðir fyrir starfsmenn, sem koma langt að, verða staðsettar Eyjarfjarðarmegin en þar er húsrými fyrir um 30 starfsmenn ásamt skrifstofum og mötuneyti. Í upphafi verður einungis borað Eyjafjarðarmengin en næsta vor er ráðgert að hefja borun Fnjóskadalsmegin.

Borun lýkur í september 2015 og verkinu í heild lýkur í desember 2016.

 

 

 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn