Almennar fréttir

24. júní 2021

Framkvæmdir í Keflavík komnar á fullt

Hönnun verkefnisins í Keflavík lauk fyrir helgi, sem hefur staðið yfir frá því í september 2020. Jarðvinna hófst 9. mars á þessu ári og er búið að fjarlægja 120.000 rúmmetra af grjóti og öðrum jarðvegi, en flytja inn 100.000 rúmmetra af efni til malbikunnar. Áætlað er að malbika 2.000 fermetra á dag í sumar, þegar mest lætur, til að tryggja að steypuvinna (35.000 rúmmetrar) klárist fyrir vetur.

 

Verkefnið nemur 40.000.000 USD og unnið er fyrir Bandarísku ríkisstjórnina. Verkefnið snýst um að byggja 70.000 fermetra steyptan lendingastað, 40.000 fermetra tímabundið gistiskýli fyrir 500 hermenn, 10.000 fermetra lendingarstöð fyrir hættulegan farangur og akbraut á milli.

 

Stefnt er að öllu verkinu verði lokið fyrir nóvember 2022.



(English)

 

The design phase in Keflavik which began in the middle of September 2020 has now been completed. The permission to commence is expected within the next few weeks.

ÍAV received early permission to carry out the earthworks of the apron to ensure that the concrete paving could commence as early in the summer as possible. ÍAV has dug and removed 120.000 cubic metres of soil and rock and imported 100.000 cubic metres of crushed aggregates since March 9th, 2021.

The 410mm deep concrete paving will be carried out by slip-forming up to 900 cubic metres per day from July 5th to ensure all concrete works (35.000 cubic metres) is complete before the onset of the next winter.

The project is a 40.000.000 USD project for the USA Government.

It contains designing and building a 70.000 square metre concrete apron, 40.000 square metre bed down area for the temporary accommodation of 500 troops, new 10.000 square metre Dangerous cargo apron and taxiway to it.

 

All works are expected to be completed by November 2022.

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn