Almennar fréttir

13. febrúar 2009

Framkvæmdir við byggingu fyrir Ölgerðina í góðum gír

Að Grjóthálsi 7-11 eru ÍAV að byggja rúmlega 12.500 fermetrar húsnæði að stærð á fjórum hæðum auk kjallara við vesturenda hússins sem fyrir er og hýsir verksmiðju og skrifstofuhús.

Byggingin sem er rúmlega 12.500 fermetrar samanstendur af tæplega 700 fermetra kjallara, tæplega 300 fermetra tæknirými á fyrstu hæð, um 8.400 fermetra vöruhúsi á fyrstu hæð en þar af er frystir og kælir um 1.500 fermetrar og um 3.200 fermetrar skrifstofum á annarri, þriðju og fjórðu hæð. Auk þess er byggður bílapallur á tveimur hæðum um 3.000 fermetrar.

Unnið er við frágang utan- og innanhúss.Húsið er lokað og lokið er steypu gólfa í vöruhúsi og vinna við uppsetningu rekka og milligólfa er hafin. Á staðnum er nú um 120 manns.

Framkvæmdir hófust í byrjun árs 2008 og verður vöruhúsinu skilað tilbúnu til notkunar í lok mars en skrifstofuhlutanum verður skilað í lok apríl n.k.

 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn