Almennar fréttir

13. febrúar 2009

Framkvæmdir við byggingu fyrir Ölgerðina í góðum gír

Að Grjóthálsi 7-11 eru ÍAV að byggja rúmlega 12.500 fermetrar húsnæði að stærð á fjórum hæðum auk kjallara við vesturenda hússins sem fyrir er og hýsir verksmiðju og skrifstofuhús.

Byggingin sem er rúmlega 12.500 fermetrar samanstendur af tæplega 700 fermetra kjallara, tæplega 300 fermetra tæknirými á fyrstu hæð, um 8.400 fermetra vöruhúsi á fyrstu hæð en þar af er frystir og kælir um 1.500 fermetrar og um 3.200 fermetrar skrifstofum á annarri, þriðju og fjórðu hæð. Auk þess er byggður bílapallur á tveimur hæðum um 3.000 fermetrar.

Unnið er við frágang utan- og innanhúss.Húsið er lokað og lokið er steypu gólfa í vöruhúsi og vinna við uppsetningu rekka og milligólfa er hafin. Á staðnum er nú um 120 manns.

Framkvæmdir hófust í byrjun árs 2008 og verður vöruhúsinu skilað tilbúnu til notkunar í lok mars en skrifstofuhlutanum verður skilað í lok apríl n.k.

 

Twitter Facebook
Til baka

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar
10. maí 2023

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar

Starfsfólk Landsbankans hefur nú hafið flutninga í nýjar höfuðstöðvar. Íslenskir aðalverktakar hafa unnið að verkinu síðustu ár með frábærum samstarfsaðilum. Skrifstofurnar setja ný viðmið á Íslandi þegar kemur að sjálfbærni og nútímalegri vinnuaðstöðu.

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Fréttasafn