Almennar fréttir

13. febrúar 2009

Framkvæmdir við byggingu fyrir Ölgerðina í góðum gír

Að Grjóthálsi 7-11 eru ÍAV að byggja rúmlega 12.500 fermetrar húsnæði að stærð á fjórum hæðum auk kjallara við vesturenda hússins sem fyrir er og hýsir verksmiðju og skrifstofuhús.

Byggingin sem er rúmlega 12.500 fermetrar samanstendur af tæplega 700 fermetra kjallara, tæplega 300 fermetra tæknirými á fyrstu hæð, um 8.400 fermetra vöruhúsi á fyrstu hæð en þar af er frystir og kælir um 1.500 fermetrar og um 3.200 fermetrar skrifstofum á annarri, þriðju og fjórðu hæð. Auk þess er byggður bílapallur á tveimur hæðum um 3.000 fermetrar.

Unnið er við frágang utan- og innanhúss.Húsið er lokað og lokið er steypu gólfa í vöruhúsi og vinna við uppsetningu rekka og milligólfa er hafin. Á staðnum er nú um 120 manns.

Framkvæmdir hófust í byrjun árs 2008 og verður vöruhúsinu skilað tilbúnu til notkunar í lok mars en skrifstofuhlutanum verður skilað í lok apríl n.k.

 

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn