Almennar fréttir

17. mars 2014

Framkvæmdir við fangelsi á Hólmsheiði

Framkvæmdir við byggingu fangelsis á Hólmsheiði miðar vel. Aðstöðusköpun er í fullum gangi, reistir hafa verið tveir byggingarkranar. Búið er að tengja hitaveitu við skrifstofu-, mötuneyti og aðstöðu iðnaðarmanna.  

Í ljós hefur komið að fyllingin undir bygginguna var of lítil og hefur IAV verið falið að breikka púðann sem nemur um 1000mm allan hringinn. Unnið er að fullum krafti við að klára púðann og jarðvinnu fyrir frárennslislagnir. Mótauppsláttur sökkla hefst í dag.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn