Almennar fréttir

09. apríl 2008

Framkvæmdir við íbúðir á Hrólfsskálamel hafnar

Framkvæmdir vegna íbúða á Hrólfsskálamel á Seltjarnarnesi hefjast um mánaðarmótin apríl/maí, gert er ráð fyrir að fyrsta byggingin af þremur verði tilbúin haustið 2008. Alls verða um 80 íbúðir í byggingunum en 26 íbúðir eru í fyrsta húsinu og er gert ráð fyrir að framkvæmdirnar taki tvö til þrjú ár.

Svæðið afmarkast til suðurs af Suðurströnd, til austurs af Nesvegi, til norðurs af syðri mörkum lóðar Mýrarhúsaskóla og íbúðum aldraðra við Skólabraut og til vesturs af eystri mörkum lóðar íþróttamiðstöðvarinnar.

Byggingarnar þrjár verða þrjár til fjórar hæðir auk kjallara. Fyrsta byggingin verður á norðvesturhluta reitsins, önnur byggingin sunnan við hana og sú þriðja við Nesveginn.

Í fyrsta áfanga verða núverandi húsnæði líkamsræktarstöðvarinnar Ræktin og hjólbarðaverkstæðisins Nesdekks rifin og í kjölfarið hefjist jarðvegsframkvæmdir. Áformað sé að hefja steypuvinnu í maí eða júní og stefnt er að því að íbúðirnar í fyrsta húsinu verði fullbúnar haustið 2008.

 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn