Almennar fréttir

05. júlí 2010

Framkvæmdir við Ullarnesbrekku

Vinna við Ullarnesbrekkuna svokölluðu felst í tvöföldun á Hringvegi 1, frá Hafravatnsvegi að Þingvallavegi. Verkið gengur samkvæmt áætlun en  unnið er að fyrsta áfanga sem skal lokið 31. október 2010.

Uppúrtekt fyrir vegarstæði er að mestu lokið og verið er að leggja skólplagnir og aðrar veitulagnir ásamt  því að lengja ræsi. Búið er að grafa fyrir stækkun á undirgöngum og brú yfir Varmá ásamt því að rífa hluta af eldri brú sem þar var. Unnið er að undirstöðum á undirgöngunum og vatnaveitingum fyrir Varmá. Auk þessa hafa nýir göngu- og reiðstígar verið lagðir.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn